Suðurnesjamót 5. flokks
Miðvikudaginn 25. ágúst fór Suðurnesjamót 5. flokks kvenna fram á Iðavöllum. Spilað var í A- og B-liðum og tókst mótið mjög vel en keppendur voru 60-70. Í keppni A-liða sigraði Grindavík en lið Keflavíkur lenti í öðru sæti. Hjá B-liðum sigraði lið Keflavíkur með fullt hús stiga. Í lok mótsins var síðan verðlaunaafhending þar sem allar stelpurnar fengu medalíu og sigurliðin eignarbikar og að henni lokinni var boðið upp á pizzu og gos.