Suðurnesjamót 5. flokks
Suðurnesjamótið hjá 5. flokki karla fór fram í Keflavík fimmtudaginn 2. september, leikið var á Iðavöllum. Í keppni A-liða sigruðu piltarnir úr Keflavík eftir ansi sveiflukenndan úrslitaleik við Njarðvík. Keflavíkurpiltar hreinlega yfirspiluðu Njarðvíkurpilta í fyrri hálfleik og leiddu 3-0 í hálfleik en þeir grænklæddu komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn, 3-3. Keflavíkurpiltar stóðu uppi sem sigurvegarar á hagstæðari markatölu. Í keppni B-liða sigraði Njarðvík. Í keppni C-liða tefldi Keflavík fram tveimur liðum og var síðasti leikur riðilsins þeirra á milli. Keflavík 1 nægði jafntefli til að sigra og fóru leikar 0-0. Í keppni B-liða sigraði Njarðvík. Í keppni D-liða sigruðu piltarnir í Reyni/Víði.
Þessar skemmtilegu myndir tók Jón Örvar Arason á mótinu.
A-lið Keflavíkur.
Efri röð frá vinstri: Árni, Bojan, Magnús, Trausti.
Neðri röð frá vinstri: Sigurbergur, Þórður, Brynjar (fyrirliði), Baldur.
Sigurlið Njarðvíkur í keppni B-liða.
Sigurlið Keflavíkur í keppni C-liða. Frá vinstri: Ragnar, Daníel,
Eyþór, Aron (fyrirliði), Michael, Jón Örn, Guðni Már, Andri Þór.
Sigurlið Reynis/Víðis í keppni D-liða.