Suðurnesjamót 5. flokks í dag
Í dag, fimmtudaginn 1. september, fer Suðurnesjamót 5. flokks karla fram. Upphaflega átti mótið að fara fram í Keflavík en þar sem við höfum ekki velli utandyra til að spila á, hafa grannar okkar í Njarðvík komið okkur til hjálpar. Mótið fer þ.a.l. fram á Njarðvíkurvelli í umsjá Keflavíkur! Þátttökulið eru Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, Grindavík og Þróttur Vogum. Fyrstu leikir hefjast kl. 16:00 og lýkur mótinu með pizzuveislu og verðlaunaafhendingu um kl. 19:20.