Fréttir

Knattspyrna | 12. september 2005

Suðurnesjamót 6. flokks

Suðurnesjamót 6. flokks fór fram í Sandgerði á dögunum í afar fjölbreyttu veðri!  Piltarnir okkar stóðu sig mjög vel eins og þeirra er von og vísa.  Keflavík sendi eitt A-lið til keppni, tvö B-lið og tvö C-lið.  A-liðið varð Suðurnesjameistari, en þar eru á ferð sérlega efnilegir piltar sem hafa verið mjög sigursælir á landsvísu s.l. ár, framtíðin er björt þar á bæ.  B- og C-liðin enduðu í 2. sæti eftir harða keppni um 1. sætið.


Keflavík, Suðurnesjameistarar A-liða í 6. flokki.
Efri röð frá vinstri: Björn Elvar Þorleifsson, Samúel Kári Friðjónsson, Ívar Gauti Guðlaugsson,
Elías Már Ómarsson og Friðjón Einarsson liðsstjóri. 
Neðri röð frá vinstri:  Ólafur Ingvi Hansson, Eyþór Guðjónsson,
Ási Skagfjörð Þórhallsson fyrirliði og Axel Pálmi Snorrason.
 


Ási Skagjörð Þórhallsson fyrirliði tekur við bikarnum.


Sigri fagnað!