Fréttir

Knattspyrna | 4. september 2003

Suðurnesjamót hjá stelpunum

Suðurnesjamót í 6. flokki stúlkna var haldið í Grindavík síðastliðinn laugardag.  Þátttökulið voru Keflavík, Víðir og Grindavík með tvö lið.  Úrslit leikja hjá Keflavík urðu þessi:

Grindavík 1 - Keflavík: 5 - 0
Grindavík 2 - Keflavík: 3 - 2  (Arna Lind Kristinsdóttir 2)
Víðir - Keflavík: 1 - 1 (Guðný Ragna Jóhannesdóttir)


Suðurnesjamót 3. flokks fór fram í Sandgerði miðvikudaginn 3. september.  Keflavík tefldi fram þremur liðum og Grindavík tveimur en auk þess voru með Reynir S., Þróttur V. og RV sem er
sameiginlegt lið Reynis og Víðis.  Skipt var í tvo riðla og efstu lið úr riðlunum léku síðan til úrslita.  Leikið var 2x9mín.  Úrslit úr leikjum Keflavíkur urðu þessi:

Reynir - Keflavík3: 1 - 1
Keflavík2 - Þróttur V.: 0 - 2
Keflavík1 - Grindavík2: 1 - 1
Keflavík3 - Keflavík1: 0 - 0
Keflavík2 - Grindavík1: 1 - 2
Keflavík1 - Reynir: 1 - 0
Grindavík2 - Keflavík3: 0 - 1
RV - Keflavík2: 0 - 1

Keflavík1 og Keflavík3 urðu jöfn að stigum og markatala sú sama.  Því var ákveðið að þessi lið léku 2x5mín til að fá úr því skorið hvort liðið mætti Grindavík1 í úrslitaleik.  Keflavík1 sigraði í þessum leik, 3 - 0.  Úrslitaleikurinn var baráttuleikur og sóttu bæði lið á víxl í strekkingsvindi sem stóð á annað markið og dágóðri rigningu.  Í leikslok og eftir framlengingu var staðan jöfn 1 - 1 og vítaspyrna framundan.  Hvort lið skyldi fá þrjár spyrnur og ef enn yrði jafnt var það bráðabani.  Hvort lið misnotaði tvær spyrnur af þremur en í bráðabana misnotuðu Grindavíkurstúlkur sína spyrnu og Keflavík hampaði Suðurnesjatitlinum.

Úrslitaleikur:
Keflavík1 - Grindavík1: 3 - 2  eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana.

Því miður náðist ekki að skrifa niður markaskorara í þessum leikjum.