Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2007

Suðurnesjaslagur í Sandgerði á sunnudaginn

Eldri flokkur Keflavíkur leikur gegn Reyni á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði á sunnudaginn kl. 20:00.  Leikurinn var upphaflega settur á þriðjudaginn 26. júní en hefur verið færður fram um tvo daga.   Hér er um nágrannaslag af bestu gerð að ræða, þar sem án efa verður hart tekist á.  Spila þjálfarar meistaraflokks Reynis, Ragnar og Jakob, í Keflavíkurtreyjunni? Verður Jón Örvar í markinu hjá Reyni?  Gegn Stjörnunni var körfuboltamaðurinn Hjörtur Harðarson lykilmaðurinn, verður handboltakappinn Gísli Jóhannsson í leikmannahópi Keflavíkur í þetta sinn?  Verður Jakob Már í vörninni eða sókninni? Verður Kjartan Másson á hliðarlínunni?  Skorar Kristinn Guð. sitt fyrsta mark á ferlinum með hægri? Verður Ragnar Örn á milli stanganna hjá Keflavík? Fólk er hvatt til þess að taka bíltúr í Sandgerði og fá þar svör við þessum spurningum ásamt því að sjá skemmtilegan og hraðan leik. ÁFRAM KEFLAVÍK !!


Verður Jakob Már í fremstu víglínu?