Suðurnesjaslagurinn á mánudag kl. 20:00
Keflavík og Grindavík mætast í 12. umferð Landsbankadeildarinnar mánudaginn 31. júlí. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Keflavíkurvelli en hann verður sýndur beint á Sýn. Það verður örugglega hart barist á mánudaginn; það er alltaf tekist á þegar þessi lið mætast og ekki minnkar baráttan vegna þeirrar spennu sem nú er í deildinni. Hver leikur er úrslitaleikur og ræður því hvort lið eru í toppbaráttu eða fallbaráttu eftir hverja umferð! Það er enn meiri ástæða en áður að mæta á völlinn og sjá hörkuleik. Dómari leiksins verður Ólafur Ragnarsson og aðstoðardómarar hans þeir Einar K. Guðmundsson og Sigurður Óli Þórleifsson. Eyjólfur M. Kristinsson er varadómari og Eysteinn B. Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og Grindavík hafa leikið 21 leiki í efstu deild frá árinu 1995. Okkar menn hafa unnið 7 leiki en nágrannar okkar 9, jafntefli hefur orðið í 5 leikjum. Markatalan er 31-33 fyrir Grindavík. Stærsti sigur Grindvíkinga var 4-0 árið 1996 en Keflavík vann 3-0 árið 1998 og 4-1 árið 2002. Mesti markaleikur þessara liða var á Keflavíkurvelli árið 2004 þegar Grindavík vann 4-3. Þess má geta að liðin hafa aðeins einu sinni gert markalaust jafntefli í 28 leikjum í deild og bikar. Af þeim leikmönnum sem nú leika með Keflavíkurliðinu hefur Guðmundur Steinarsson skorað sjö mörk gegn Grindavík, Þórarinn Kristjánsson fjögur og Hólmar Örn Rúnarsson eitt.
Liðin hafa aðeins einu sinni mæst í bikarkeppninni. Það var árið 1991 og vann Keflavík þann leik með Óla Þórs Magnússonar.
Keflavík og Grindavík mættust 6 sinnum í B-deild á árunum 1990-1992. Keflavík vann þrjá leiki, tveimur lauk með jafntefli en Grindavík vann einn leik. Markatalan var 13-9, okkur í vil.
Liðin mættust í Landsbankadeildinni fyrr í sumar í miklum rokleik í Grindavík. Þar varð niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir en Guðmundur Steinarsson jafanði leikinn úr vítaspyrnu.
Það var ekki að fara mörgum orðum um að í gegnum árin hafa fjölmargir leikmenn leikið með báðum þessum liðum. Þar má nefna Kristinn Jóhannsson, Jóhann Benediktsson, Þorstein Bjarnason og Gest Gylfason. Þetta á einnig við í dag; Eysteinn Hauksson er í liði Grindavíkur en hann lék með okkar liði um árabil og Magnús Þorsteinsson lék með Grindavík á síðasta tímabili. Síðast en ekki síst hefur Milan Stefán Jankovic þjálfað bæði liðin.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík hafa orðið þessi í efstu deild:
2005 | Keflavík - Grindavík | 1-1 | Hörður Sveinsson | |
2004 | Keflavík - Grindavík | 3-4 | Haraldur Freyr Guðmundsson 2 Sjálfsmark | |
2002 |
Keflavík - Grindavík |
2-2 | Hólmar Örn Rúnarsson Kristján Jóhannsson | |
2001 |
Keflavík - Grindavík |
0-2 | ||
2000 |
Keflavík - Grindavík |
2-2 | Guðmundur Steinarsson 2 | |
1999 |
Keflavík - Grindavík |
2-3 | Eysteinn Hauksson Kristján Brooks | |
1998 |
Keflavík - Grindavík |
3-0 | Eysteinn Hauksson Sasa Pavic Þórarinn Kristjánsson | |
1997 |
Keflavík - Grindavík |
2-0 | Ragnar Steinarsson Jóhann B. Guðmundsson | |
1996 |
Keflavík - Grindavík |
2-1 | Jóhann B. Guðmundsson Haukur Ingi Guðnason | |
1995 |
Keflavík - Grindavík |
1-0 | Ragnar Steinarsson |