Fréttir

Knattspyrna | 16. febrúar 2007

SVALA-mót 6. flokks á laugardag

Þá styttist í 6. flokks mót Keflavíkur sem ber nafnið „SVALA-mótið“.   Leikið verður í Reykjaneshöll laugardaginn 17. febrúar.  Alls eru 40 lið skráð til leiks frá 11 félögum; Keflavík, Njarðvík, Leikni, Aftureldingu, Reyni/Víði, ÍBV, Þór Akureyri, Selfossi, ÍR, Skallagrími og Þrótti Vogum.  Leikið verður í fjórum deildum, Appelsínu-, Epla, Jarðarberja- og SítrónuSvala-deildunum.  Mótið fer af stað kl. 9:00 og síðustu úrslitaleikjum lýkur upp úr kl. 15:30.  Gera má ráð fyrir um 400 keppendum auk þjálfara, liðsstjóra og vonandi mikils fjölda foreldra/forráðamanna.  Það má því búast við miklu fjöri í Reykjaneshöllinni á laugardaginn.