Svalamót 5. flokks á laugardag
Svalamót Keflavíkur fyrir 5. flokk verður haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 2. febrúar. Þar mæta til leiks lið frá 13 félögum: Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Reyni, Víði, Stjörnunni, FH, ÍR, Skallagrím, Víking, Val, Haukum og Þrótti R. Gera má ráð fyrir um 450 keppendum auk þjálfara, liðstjóra og vonandi mikils fjölda foreldra/ forráðamanna. Það má því búast við miklu fjöri í Reykjaneshöllinni á laugardaginn.
Hér má sjá helstu upplýsingar um mótið (PDF-skjöl):
Argentíska / Brasilíska deildir
Chile / Danska / Enska deildir
Vallarskipan