Fréttir

Knattspyrna | 26. janúar 2005

Svínn kemur ekki, Stefán fer ekki

Sænski leikmaðurinn sem áhuga hafði á að koma til Keflavíkur til reynslu hefur snúið við blaðinu og kemur ekki. Þau tíðindi tóku ekki verulega á en það ánægjulega er að Stefán Gíslason leikmaður Keflavíkur hefur gefið sænska úrvalsdeildarliðinu Hacken afsvar um gerast leikmaður með liðinu. Þá voru hugmyndir liðsins um greiðslu fyrir Stefán, einn besta leikmann Landsbankadeildarinnar á slíkum nótum að engu tali tók. ási