Tap á heimavelli
Eftir góðan sigur á liði Álftaness í síðasta leik tók Keflavík á móti liði Völsungs í 1. deild kvenna. Leikurinn fór fram að Iðavöllum og svo fór að gestirnir unnu 3-1 sigur. Keflavík var reyndar 1-0 yfir í hálfleik eftir að Hulda Matthíasdóttir skoraði undir lok hálfleiksins. Völsungar skoruðu hins vegar þrjú mörk í seinni hálfleik en það voru þær Dagbjört Ingvarsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir og Ruth Ragnarsdóttir sem gerðu mörkin.
Eftir leikinn er Keflavík 4. sæti riðilsins með 14 stig. Næsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn Fram en hann verður á Nettó-vellinum þriðjudaginn 12. ágúst kl. 19:00.
-
Þetta var fjórði deildarleikur Keflavíkur og Völsungs og fyrsti sigur Völsungs. Fyrr í sumar gerðu liðin markalaust jafntefli og Keflavik vann fyrri tvo leiki liðanna.
-
Hulda Matthíasdóttir skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Keflavík í sínum 8. leik. Hulda hafði áður skorað eitt bikarmark í sumar.
1. deild kvenna, Iðavellir, 8. ágúst 2012
Keflavík 1 (Hulda Matthíasdóttir 41.)
Völsungur 3 (Dagbjört Ingvarsdóttir 69., Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir 78., Ruth Ragnarsdóttir 88.)
Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Eydís Ösp Haraldsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Fanney Þórunn Kristinsdóttir fyrirliði, Heiða Helgudóttir, Ólína Ýr Björnsdóttir (Karitas Ingimarsdóttir 61.), Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Jóhanna Ósk Kristinsdóttir 58.), Hafdís Mjöll Pálmadóttir (Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir 70.).
Varamenn: Telma Rún Rúnarsdóttir, Signý Jóna Bjarnveigardóttir.
Dómari: Ægir Magnússon.
Aðstoðardómarar: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson og Júlíus Friðriksson.