Tap á móti Val í 10. umferð
Lið Keflavíkur tapaði fyrir Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í gær með fjórum mörkum gegn einu í Landsbankadeild kvenna. Leikur liðsins var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem leikmenn voru greinilega ekki tilbúnar að mæta Valsstelpum á fullu. Valsstelpur voru með örugga 3-0 forystu í hálfleik. Í hálfleik voru gerðar stöðubreytingar á liði Keflavíkur sem lokuðu að mestu fyrir þau göt sem mynduðust í fyrri hálfleik. Valsstelpur bættu við fjórða marki sínu í seinni hluta hálfeiksins. Mark Keflavíkur gerði Vesna Smilkovic á 90. mínútu eftir vel útfærða aukaspyrnu þegar hún skallaði knöttinn í mark Vals. Ekki þýðir mikið að dvelja við þennan leik heldur halda áfram og taka næsta leik fyrir sem er gegn ÍBV í Eyjum n.k. þriðjudag.
Keflavík (4:5:1): Þóra - Ágústa, Lilja, Sunna, Ásdís, Claire (Hjördís), Guðný (Ester), Nína, Donna (Birna),Vesna, Ólöf
Varamenn: Steindóra, Ester, Hjördís, Birna, Helena.
Ásdís þjálfari í kapphlaupi við leikmann Vals.
(Mynd: Jón Björn / Víkurfréttir)