Fréttir

Tap fyrir austan fjall
Knattspyrna | 21. september 2012

Tap fyrir austan fjall

Okkar menn komu stigalausir heim eftir að hafa skroppið austur fyrir fjall og leikið við Selfyssinga í 20. umferð Pepsi-deildarinnar.  Heimamenn unnu mikilvægan sigur í hörkuleik en lokatölur urðu 2-1.  Egill Jónsson kom Selfossi yfir rétt fyrir leikhlé og Viðar Örn Kjartansson bætti við öðru marki úr vitaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.  Jóhann Birnir Guðmundsson minnkaði muninn um tíu mínútum fyrir leikslok og mörkin urðu ekki fleiri þrátt fyrir fjörugar lokamínútur.  Selfyssingar fengu því þrjú dýrmæt stig í fallbaráttunni.

Eftir leikinn er Keflavík í 7.-8. sæti deildarinnar með 27 stig.  Næsti leikur er heimaleikur gegn Breiðabliki sunnudaginn 23. september kl. 16:00.

  • Leikurinn var fjórði leikur Keflavíkur og Selfoss í efstu deild.  Selfoss hefur nú unnið tvo leiki, Keflavík hefur unnið einn og einum leik hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 7-8 fyrir Selfoss.

  • Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði sitt sjöunda deildarmark í sumar og er orðinn markahæsti leikmaður liðsins ásamt Guðmundi Steinarssyni.  Þetta er besti árangur Jóhanns í markaskorun á einu tímabili en í fyrra skoraði hann sex deildarmörk.
     
  • Jóhann er kominn með 34 mörk fyrir Keflavík í efstu deild í 124 leikjum en hann er sjötti markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.
      

Pepsi-deild karla, Selfossvöllur, 20. september 2012
Selfoss 2 (Egill Jónsson 45., Viðar Örn Kjartansson víti 48.)
Keflavík 1 (Jóhann Birnir Guðmundsson 80.)

Keflavík: Ómar Jóhannsson,  Grétar Atli Grétarsson, Jóhann R. Benediktsson, Magnús Þór Magnússon, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði (Rafn Markús Vilbergsson 62.), Sigurbergur Elísson, Einar Orri Einarsson, Denis Selimovic (Hörður Sveinsson 64.), Frans Elvarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Jóhann Birnir Guðmundsson 64.), Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Viktor Smári Hafsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Elías Már Ómarsson.
Gul spjöld: Jóhann R. Benediktsson (85.).

Dómari: Kristinn Jakobsson.
Aðstoðardómarar: Frosti Viðar Gunnarsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson.
Eftirlitsdómari: Ari Þórðarson.
Áhorfendur: 826.
 

Myndir: Eygló og Jón Örvar.