Fréttir

Knattspyrna | 12. apríl 2005

Tap fyrir Fjölni

Mfl. kvenna tapaði fyrir Fjölni í Faxaflóamótinu um helgina 2-1.  Í lið Keflavíkur vantaði Björg Ástu vegna meiðsla og Guðný systir hennar fór af velli eftir 15 mínútur og það munar um minna.  Þrjár stúlkur úr 3ja flokki voru í byrjunarliði Keflavíkur, þær Eva, Andrea og Birna og þrjár aðrar komu við sögu í leiknum, þær Hildur, Karen og Helga.  Það var Ágústa fyrirliði sem skoraði mark Keflavíkur úr vítaspyrnu en hún brenndi af annarri vítaspyrnu í leiknum. ási