Knattspyrna | 14. mars 2005
Tap fyrir Haukum
Meistaraflokkur kvenna sem tekur þátt í Faxaflóamótinu tapaði fyrir Haukum í Fífunni á sunnudagskvöld 2-3. Keflavíkurstúlkur voru að sögn viðstaddra betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir úrslitin. Fyrra mark Keflavíkur var sjálfsmark en síðara markið skoraði skoraði einn af nýju leikmönnum liðsins, Hansína Þóra Guðjónsdóttir.