Fréttir

Knattspyrna | 7. febrúar 2007

Tap fyrir HK í æfingaleik

HK sigraði Keflavík 3-1 í æfingaleik í Fífunni í gær.  Það var fyrirliðinn Guðmundur Steinarsson sem kom okkar mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu.  Vítið var dæmt eftir brot á Davíð sem komst einn í gegn eftir góða sendingu frá Högna.  Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Keflavík en lokatölur 3-1 fyrir HK eins og áður sagði.  Okkar lið lék þokkalega en það kom berlega í ljós að þetta var fyrsti æfingaleikur liðsins en HK hefur leikið nokkra æfingaleiki undanfarið. 

Okkar lið var þannig skipað í leiknum: Ómar - Guðjón, Ólafur Berry, Gísli, Ragnar - Högni, Jónas, Baldur, Hallgrímur - Guðmundur, Davíð.  Inn á komu Einar Orri, Einar Örn, Stefán Örn, Magnús Þórir og Sigurbjörn.  Næsti leikur er æfingaleikur gegn Grindavík í Reykjaneshöllinni í dag, miðvikudag, kl. 17:40.