Fréttir

Knattspyrna | 6. apríl 2009

Tap fyrir HK í Lengjubikarnum

Keflvíkingar töpuðu gegn HK 3-2 í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið.  Tapið þýðir að Keflavík verður að vinna Grindavík á miðvikudaginn til að komast áfram í keppninni.  Jafntefli dugar sennilega nema að komi til stór sigurs hjá HK í lokaleik sínum gegn ÍR.  Leikurinn gegn HK bauð ekki upp á fallega knattspyrnu og það var vandræðalegt að horfa upp á leik okkar manna í fyrri hálfleik.  HK komst í 2-0 eftir mikil mistök okkar manna.  Jóhann Birnir minnkaði muninn í lok hálfleiks með góðu marki og Hörður kom inn á í hálfleik og jafnaði leikinn í 2-2 á 73. minútu.  HK skoraði svo sigurmarkið á 85 min, enn og aftur eftir slæm varnarmistök.

Keflavík: Magnús Þormar, Brynjar (Bessi 89.), Bjarni Hólm, Einar Orri, Tómas (Viktor H. 55.), Símun, Hólmar Örn, Jón Gunnar, Jóhann Birnir, Högni (Hörður 45.), Sigurbergur (Bojan 77.).
Varamenn: Árni Freyr, Magnús Þór og Gísli.
Frá vegna meiðsla: Ómar, Guðjón Árni, Haukur Ingi, Magnús Sverrir og Nicolai.
Næsti leikur er miðvikudaginn 8. apríl gegn Grindavík í Reykjaneshöllinni kl. 17.30.

Staðan í riðlinum er þessi þegar öll lið hafa leikið fjóra leiki:
1 Grindavík   10 stig
2 Keflavík       9 stig
3 HK               7 stig
4 Fram            6 stig
5 ÍR                 3 stig
6 Selfoss        0 stig


Byrjunarliðið gegn HK.
(Mynd: Jón Örvar)