Fréttir

Knattspyrna | 17. september 2007

Tap fyrir KR í síðasta leik

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir KR í loka leiksínum í Landsbankadeild kvenna, 0-4.  Leikurinn var mjög opinn og þó KR-liðið hafi verið sterkara á heildina litið barðist Keflavíkurliðið mjög vel og setti pressu á leikmenn KR sem nýttu sér vel það sem þær fengu.  Keflavíkurliðið var búið að vera í nokkurri lægð fyrir þennan leik en það voru greinileg batamerki á leik liðsins þó tap hafi verið staðreynd í þessarri viðureign.  Olga Færseth og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR.  Keflavíkurliðið var án Dönku Podovac og Guðnýjar Þórðardóttur en þær koma báðar inn í liðið fyrir úrslitaleikinn á laugardag þannig að Keflavíkurliðið teflir fram sínu sterkasta liði í þeirri viðureign og ætlar að sér sigur í þeim leik.

Niðurstaða í Landsbankadeildinni er því 4. sæti sem er einu sæti ofar en undanfarin tvö ár og eru Keflvíkingar staðráðnir í að halda áfram sem lið sem vert er að taka eftir í efstu deild.

ÞÞ


Vesna Smiljkovic stóð í ströngu í kvöld gegn KR
(Mynd: Víkurfréttir)