Fréttir

Tap fyrir norðan
Knattspyrna | 9. júlí 2012

Tap fyrir norðan

Eftir ágæta byrjun í 1. deildinni hefur hallað undan fæti hjá stelpunum okkar.  Þær töpuðu 2-1 gegn liði Tindastóls á útvelli og hafa aðeins náð einu stigi úr síðustu þremur leikjum sínum í deildinni.  Á Sauðárkróki voru heimastúlkur 2-1 yfir í hálfleik þar sem Laufey Rún Harðardóttir og Hugrún Pálsdóttir gerðu mörkin.  Andrea Ósk Frímannsdóttir minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks en nær komust okkar stúlkur ekki.

Eftir leikinn eru Keflavík og Tindastóll jöfn í 4.-5. sæti riðilsins með níu stig eftir átta leiki.  Fram er langefst með 24 stig og hefur unnið alla sína leiki.  Næsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn HK/Víkingi en hann verður á Nettó-vellinum föstudaginn 13. júlí kl. 14:00.

  • Þetta var annar deildarleikur Keflavíkur og Tindastóls.  Keflavik vann fyrri leik liðanna í deildinni 2-0 á Nettó-vellinum.   Árið 2010 lék Keflavík í sama riðli og sameiginlegt lið Tindastóls og Neista frá Hofsósi.  Liðin léku þá tvívegis og vann Keflavík báða leikina; 2-1 á útivelli og 3-0 á heimavelli.
     
  • Andrea Ósk Frímannsdóttir skoraði fyrsta mark sitt í sumar og 7. deildarmark sitt fyrir Keflavík í 46 leikjum.

 

1. deild kvenna, Sauðárkróksvöllur, 8. júlí 2012
Tindastóll 2
(Laufey Rún Harðardóttir 9., Hugrún Pálsdóttir 25.)
Keflavík 1 (Andrea Ósk Frímannsdóttir 49.)

Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Signý Jóna Bjarnveigardóttir (Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 43.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir (Íris Björk Rúnarsdóttir  46.), Andrea Ósk Frímannsdóttir, Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 75.), Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Hafdís Mjöll Pálmadóttir.
Varamenn: Anna Rún Jóhannsdóttir, Íris Eir Ægisdóttir.
 
Dómari: Marinó Steinn Þorsteinsson.
Aðstoðardómarar: Jóhann Helgi Sigmarsson og Ingvar Magnússon.