Fréttir

Tap fyrir norðan
Knattspyrna | 26. mars 2013

Tap fyrir norðan

Okkar menn náðu ekki að fylgja á eftir góðum sigri í síðasta leik í Lengjubikarnum þegar þeir skruppu norður yfir heiðar og léku gegn Þór á Akureyri.  Heimamenn sigruðu 3-1.  Þór komst yfir á 34. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson skoraði úr viti en Jóhann Birnir Guðmundsson jafnaði fyrir Keflavík.  Sveinn Elías Jónsson tryggði Þór síðan sigurinn með tveimur mörkum.

Að þessu sinni var varamannabekkur Keflavíkur nær eingöngu skipaður ungum leikmönnum og tveir þeirra léku sinn fyrsta leik, þeir Magnús Ríkharðsson og Arnór Svansson.

Eftir leikinn er Keflavík í 7. sæti riðilsins með fimm stig.  Næsti leikur er gegn Þrótti á miðvikudag kl. 18:00 á gervigrasvellinum í Laugardag.

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Andri Fannar Freysson, Fuad Gazibegoivc, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Halldór Kristinn Halldórsson, Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon, Frans Elvarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hörður Sveinsson.
Varamenn: Bergsteinn Magnússon, Ásgrímur Rúnarsson, Unnar Már Unnarsson, Magnús Ríkharðsson, Arnór Svansson, Theodór Guðni Halldórsson, Elías Már Ómarsson.

Myndir: Jón Örvar.


Gunni gefur skipanir fyrir leik.


Sævar átti afmæli.


Magnús lék sinn fyrsta leik...


...og það gerði Arnór líka.