Fréttir

Knattspyrna | 20. október 2005

Tap fyrir Stjörnunni

2. flokkur kvenna lék fyrsta leik sinn í Faxflóamótinu á móti Íslandsmeisturum Stjörnunar, leikið var í Garðabæ og sigraði Stjarnan 6-2, staðan í hálfleik var 1-1.  Keflavíkurliðið er að langmestu skipað leikmönnum á fyrsta ári í 2. flokki.  Einn leikmaður, Elísabet Ester Sævarsdóttir, lék með meistaraflokki í efstu deild nú í sumar.

Leikurinn hófst með því að Stjarnan skoraði strax eftir 28 sekúndur en Keflvíkurliðið náði að hrista af sér slæma byrjun og jafnaði um miðbik hálfleiks.  Sonja Ósk Sverrisdóttir átti hörkuskot langt utan af velli sem markmaður varði í slá, Karen Sævarsdóttir fylgdi vel eftir og skoraði í autt markið. Leikur Keflavíkurliðsins var fínn í fyrri hálfleik en leikurinn, sem og Faxaflóamótið, var notaður til þess að gefa öllum stelpunum góðan spilatíma.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Stjarnan skorði fljótlega.  Keflavíkurstúlkur náðu ekki upp jafn góðri baráttu og spili og einkenndi liðið í fyrri hálfleik þannig að pressa Stjörnunar, sem státuðu af leikmönnum sem er gengnar eru upp í meistarflokk og spiluðu nokkrar í efstu deild í sumar, var nokkur í upphafi.  Þó náði Keflavíkurliðið aftur að vinna sig inn í leikinn og skora gott mark.  Enn var það Karen Sævarsdóttir sem skoraði með glæsilegu skoti frá vítateigshorni í hornið fær eftir góðan undirbúning Kristínar Lind Magnúsdóttur.  Seinni hluta leiksins náðu Stjörnustelpur að skora nokkuð þétt og því fór sem fór.

Næsti leikur liðsins verður á laugardaginn en þá tekur Keflavík á móti GRV í Reykjaneshöllinni kl.13:00.

Lið Keflvíkur: Ingey, Hildur, Helga, Ester, Ingibjörg, Kristín, Karen H., Eva, Sonja, Karen S., Auður
Varamenn: Marina, Sigrún I., Sigrún G., Elísabet G.

Mynd: Karen Sævarsdóttir skoraði bæði mörk liðsins.