Fréttir

Knattspyrna | 29. maí 2007

Tap fyrir Stjörnunni

Keflavíkurstelpur sóttu lið Stjörnunnar heim í Landsbankadeild kvenna s.l. föstudag.  Ekki sóttu stelpurnar neitt úr þeim leik og tapaðist hann 3-1.  Leikið var á gervigrasvellinum í Garðabæ en þessi völlur hefur ekki verið okkur happadrjúgur í gegnum árin.  Í liði Keflavíkur var nýr leikmaður sem var að spila sinn fyrsta leik, Beth Ragdale en hún kemur frá Crewe Alexandra.  Beth er 22 ára varnarmaður og hefur verið fastamaður í liði Crewe.

Leikið var við nokkuð erfiðar aðstæður þar sem mikill vindur var og áttu stelpurnar okkar í mestu vandræðum að átta sig á aðstæðum.  Keflavíkurliðið spilaði með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náði Vesna Smiljovic að skora fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir laglega sókn.  Stjarnan var greinilega tilbún að kljást við aðstæður og voru hættulegar í skyndisóknum sínum en Jelena Petrovic greip nokkrum sinnum vel inn í leikinn. Stjarnan náði að jafna leikinn á 37. mínútu en þá skoraði Inga Birna Friðjónsdóttir.

Í seinni hálfleik var sama baráttan í gangi og gekk Keflavíkurliðinu hálf  brösulega að ná einhverjum tökum á leiknum og fór svo að Stjarnan setti tvö mörk á 59. og 83. mínútu.  Það fyrra skoraði Inga Birna og Harpa Þorsteinsdóttir það síðara.  Voru 3-1 lokatölur í þessum mikla rok- og baráttu leik.  Keflavíkurliðið saknaði greinilega fyrirliða síns Lilju Írisar Gunnarsdóttur sem var erlendis þegar leikur var spilaður.  Næsti leikur Keflvíkur er í VISA-bikarnum gegn HK/Víkingi miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00 á Víkingsvelli.

Lið Keflavíkur: Jelena, Anna, Björg Ásta, Beth, Donna, Björg Magnea, Eva (Rebekka), Danka, Vesna, Bryndís og Guðný.
Varamenn: Dúfa, Justina, Ester, Karen.

ÞÞ


Vesna Smiljovic skoraði mark Keflavíkur.