Fréttir

Knattspyrna | 24. júní 2006

Tap fyrir Valsstelpum

Keflavíkurstúlkur sóttu ekki gull í greipar Valsstúlkna á Valbjarnarvelli í gær er liðin áttust við í Landsbankadeild kvenna.  Leikurinn endaði 7-0 fyrir Val, staðan í hálfleik var 3-0.  Áttu Keflavíkurstúlkur í mestu vandræðum með hreyfanlegt lið Vals.  Mörk Vals komu á 2., 4., 13., 60., 61., 88. og 89. mínútu leiksins og eins og sjá má er Valsliðið að skora þrisvar í leiknum mörk með mínútu millibili.

Lið Keflavíkur var eins skipað og það lið sem hóf leikinn á móti FH í síðasta leik.  Þó var einn jákvæður punktur að Björg Ásta Þórðardóttir hóf að leika með liðinu aftur en hún kom inn á þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.  Björg sleit krossbönd með U-21 árs landsliðinu í Finnlandi í byrjun ágúst í fyrra og á hún eftir að styrkja lið Keflavíkur.

Næsti leikur er við Þór/KA n.k. mánudag kl. 19:15 á Keflavíkurvelli.

Lið Keflavíkur: Anna, Elísabet Ester (Björg Ásta 70.), Inga Lára, Lilja Íris, Danka, Ólöf Helga (Donna 50.), Guðný Petrína, Linda (Birna 84.), Karen Pen, Nína Ósk og Vesna.
Varamenn: Þóra Reyn, Thelma, Eva og Karen Sævars

Mynd: Björg Ásta kom inn á á móti Val.