Fréttir

Knattspyrna | 16. janúar 2012

Tap gegn Blikum

Keflavík tapaði fyrir Breiðabliki í fyrsta leik okkar í Fótbolta.net-mótinu.  Lokatölur urðu 1-2 en leikið var í Reykjaneshöllinni á Laugardaginn.  Elfar Árni Aðalsteinsson kom Blikum yfir en Ásgrímur Rúnarsson jafnaði fyrir okkar menn með skalla eftir hornspyrnu.  Það var síðan Sverrir Ingi Ingason sem skoraði sigurmark Breiðabliks úr víti.  Þess má geta að Jóhann Benediktsson lék með Keflavík í leiknum en hann lék síðast með liðinu árið 2002.

Næsti leikur Keflavíkur er gegn FH í Fótbolta.net-mótinu næsta laugardag.  Sá leikur verður einnig í Reykjaneshöllinni kl. 10:00.

Keflavík: Ómar Jóhannsson - Viktor Smári Hafsteinsson, Ásgrímur Rúnarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Jóhann R. Benediktsson - Jóhann B. Guðmundsson, Frans Elvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Bojan Stefán Ljubicic - Magnús Sverrir Þorsteinsson og Ísak Örn Þórðarson.
Aðrir sem komu við sögu: Árni Freyr Ásgeirsson, Magnús Þór Magnússon, Sigurður Gunnar Sævarsson og Theódór Guðni Halldórsson.


Ásgrímur gerði mark Keflavíkur.  Nafnarnir Jóhann Ben. og Jóhann Birnir.