Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2006

Tap gegn Breiðablik

Lið meistaraflokks kvenna heimsótti íslandsmeistara Breiðabliks í 9.umferð
Landsbankadeildar 11.júlí s.l. Leikurinn tapaðist 3-0 eftir hetjulega baráttu
Keflavíkurliðsins en liðið fékk ágætis færi til að setja mark á íslandsmeistarana
en fóru illa með nokkur góð færi.

Breiðablik skoraði sitt fyrsta mark þegar Erna Björk Sigurðardóttir skoraði á
20.mínútu. Ekki liðu nema 5 mínútur þegar Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði annað
mark Breiðabliks. Þriðja og síðasta markið gerði Edda Garðarsdóttir úr vítaspyrnu þegar
venjulegur leiktími var liðinn.

Keflavík: Þóra Reyn - Inga Lára, Linda (Karen Sævars 78.),Ólöf Helga, Elísabet Ester (Donna 78.) - Guðný Petrína, Lilja Íris, Karen Penglase,Danka - Nína Ósk, Vesna
Varamenn: Dúfa, Eva, Thelma Dögg, Donna


Mynd: Lilja Íris fyrirliði hefur staðið í eldlínunni í allt sumar.  JÖA.

ÞÞ