Tap gegn Breiðablik
Keflavík tapaði fyrir Breiðablik 3-2 í Lengjubikarnum á laugardag. Guðjón Árni fékk rautt strax á 4. mínútu fyrir að handleika knöttinn og Blikarnir gengu á lagið. Þeir skoruðu þrjú mörk á 30 mínutum og staðan var orðin mjög erfið. Þriðja markið var reyndar sjálfsmark okkar manna. Guðmundur Steinarsson lagaði stöðu okkar með marki rétt fyrir leikhlé.
Í seinni hálfleik lagaðist leikur okkar til muna og Magnús Þorsteinsson skoraði á 60. mínútu, og staðan orðin 3-2 og allt gat gerst. Blikar voru reyndar rétt áður búnir að missa leikmann út af með rautt. Við fengum ágætis færi eftir þetta en náðum ekki að skora. Marco Kotilainen lék sinn fyrsta alvöruleik fyrir félagið og stóð sig vel. Það vantaði marga leikmenn hjá okkur; þeir sem voru fjarverandi voru Kenneth, Mete, Simun, Þórarinn, Hallgrímur, Branco, Viktor, Stefán Örn og svo kemur Nicolai Jörgensen til landsins á miðvikudag.
Liðið: Ómar - Guðjón Árni, Sigurbjörn, Ólafur Berry, Hilmar Trausti - Marco, Baldur, Jónas Guðni fyrirliði, Magnús Sverrir - Guðmundur og Einar Örn.
Þeir sem komu einnig við sögu: Garðar Eðvaldsson, Gísli Örn Gíslason, Einar Orri Einarsson, Óli Jón Jónsson, Bjarki Frímannsson og Magnús Þórir Matthíasson.
Næsti leikur er gegn ÍBV laugardaginn 3. mars kl. 15:00 í Reykjaneshöllinni.
Guðjón fékk rautt og þeir Guðmundur og Magnús settu mörkin.
(Mynd: Jón Örvar Arason)