Tap gegn FH
Keflavík tapaði gegn FH í Meistarakeppni KSÍ en leikurinn fór fram í Kaplakrika í gær. Það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu. Íslandsmeistarar FH eru því meistarar meistaranna þetta árið. Næst á dagskránni en svo fyrsti leikurinn í Landsbankadeildinni en við heimsækjum KR-inga í Vesturbæinn mánudaginn 14. maí kl. 20:00.
Mynd: Daði Lárusson, fyrirliði FH, hampar bikarnum. (golli / mbl.is)