Tap gegn FH
Það var hægt að skynja ákveðna spennu í Reykjaneshöllinni sl. laugardagsmorgun fyrir leik Keflavíkur og FH. Nokkuð mannmargt var á áhorfendabekkjum og fóru 9 lítrar af kaffi hjá Jóa Hallarstjóra á meðan leikurinn fór fram.
Fyrri hálfleikur var jafn og sköpuðu okkar menn nokkur góð marktækifæri í hálfleiknum. Ekki voru strákarnir á skotskónum og misnotuðu þau flest en leikur liðsins var í heildina framar vonum miðað við að einungis tveir leikmenn úr byrjunarliðinu frá í fyrra hófu leikinn. Í síðari hálfleik gáfum við töluvert eftir og FH stjórnaði leiknum seinustu 20 mínúturnar. Mark Keflavíkur skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson sem þykir ákaflega gaman að skora gegn FH en markið kom eftir snilldarsendingu Ingva Rafns.
Lið Keflavíkur: Magnús Þormar, Sigurður Sævarsson, Jón Gunnar, Nicolai, Tómas Karl, Jóhann B., Hólmar, Ingvi, Magnús Sverrir, Haukur Ingi, Hörður. Inn á komu Viktor, Brynjar, Högni, Einar, Magnús Þór.
Keflavík 1-4 FH
0-1 Matthías Vilhjálmsson ('26)
1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('30)
1-2 Davíð Þór Viðarsson ('40, víti)
1-3 Atli Guðnason ('68)
1-4 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson ('90+1)