Tap gegn Fjölni
Keflavíkurstúlkur sóttu ekki gull í greipar Fjölnisstúlkna í Landsbankadeild kvenna s.l. mánudag á Fjölnisvelli. Leikur liðanna endaði með sigri Fjölnis 1-0. Mark Fjölnis skoraði Meagan DeWan á 63. mínútu. Ekki náði Keflavík að fylgja eftir góðum sigri á Breiðablik. Keflavíkurstúlkur réðu ferðinni lengstum af og björguðu m.a. Fjölnisstelpur tvisvar á marklínu eftir mikinn atgang Keflavíkur. Fjölnisliðið varðist af mikilli hörku og treystu svo á langar spyrnur á framherja sína og vonuðust eftir að varnarlína Keflavíkur gerði mistök. Úr einni slíkri sókn urðu varnarmönnum Keflavíkur á mikil mistök sem sóknarlína Fjölnis nýtti sér.
Lið Keflavíkur: Dúfa, Anna, Lilja, Björg Ásta, Donna, Eva (Beth), Danka, Björg Magnea, Vesna, Una, Guðný.
Varamenn: Jelena, Rebekka, Bryndís, Ester, Helena.
Keflavíkurstúlkur þjappa sér saman.
(Mynd: Víkurfréttir):