Tap gegn Grindvíkingum
Okkar menn töpuðu fyrir Grindvíkingum 1-3 í lokaleik sínum í A-riðli Lengjubikarsins og eru sennilega úr leik í keppninni. Staðan í hálfleik var markalaus en á sex mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Grindvíkingar þrjú mörk og kláruðu leikinn. Sigurbergur Elísson klóraði í bakkann með góðu marki á 83. mínútu. Þrír Grindvíkingar voru reknir af velli í lokin en það; þeir Scott Ramsay og Óttar Steinn fengu báðir það rauða og þá fékk forráðamaður Grindavíkur einnig brottrekstur af bekknum. Grindavík vann riðilinn og tapaði ekki leik. Keflavík er í öðru sæti og heldur í vonina um að komast áfram. Til að svo megi verða þá má HK ekki vinna ÍR, eða að Fram vinni Selfoss með fjögurra marka mun. Þetta kemur allt í ljós 17. apríl þegar þessir leikir fara fram og þar með lýkur riðlinum. Næsta verkefni Keflavíkurliðsins er æfingaferð til Portúgals á miðvikudaginn kemur. Við segjum nánar frá því síðar.
Keflavík: Magnús Þormar, Brynjar Örn, Bjarni Hólm, Einar Orri, Tómas, Símun, Hólmar Örn, Jón Gunnar, Magnús Sverrir (Sigurbergur 66.), Hörður (Bessi 74.), Jóhann Birnir (Bojan 74.).
Varamenn: Árni Freyr, Högni, Magnús Þór og Gísli Örn.
Frá vegna meiðsla: Ómar, Guðjón, Haukur Ingi og Nicolai.
Byrjunarliðið gegn Grindavík.
(Mynd: Jón Örvar)