Keflavík tapaði gegn HK í kvöld á Íslandsmótinu í 3. flokki karla 1 -4. Keflvíkingar spiluðu stórvel í fyrri hálfleik og komust í 1 - 0 með marki Garðars Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Keflvíkingar voru nær því að bæta við marki en höfðu ekki heilladísirnar á sínu bandi. HK piltar jöfnuðu svo rétt fyrir hálfleik 1 - 1. Í síðari hálfleik komu HK piltar mjög frískir til leiks og gerðu nánast út um leikinn með því að setja 2 mörk á stuttum kafla. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn með 4. markinu og þar við sat.