Tap gegn HK - Valur næst
Keflavík leikur gegn Íslandsmeisturum Vals í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins. Þetta er niðurstaðan eftir 4-2 tap gegn HK í Reykjaneshöllinni á sunnudaginn. Það voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Kenneth Gustavsson sem skoruðu fyrir okkar menn en Hólmar Örn Eyjólfsson, Iddi Alkhag, Aaron Palomares og Hörður Magnússon skoruðu fyrir HK. Með sigrinum tryggðu HK-menn sér efsta sætið í riðlinum en Keflavík endaði í 2. sæti. Leikurinn gegn Valsmönnum verður föstudaginn 18. apríl og hefst kl. 19:00 í Egilshöllinni.
Myndir: Jón Örvar
Sótt að marki gestanna.
Markaskorararnir Þórarinn og Kenneth.
Byrjunarliðið í leiknum.