Fréttir

Tap gegn Íslandsmeisturunum
Knattspyrna | 13. júní 2016

Tap gegn Íslandsmeisturunum

Keflavíkurstelpur duttu úr Borgunarbikarnum, eftir 0-5 tap gegn Breiðablik á Nettó-vellinum á laugardaginn. Blikar tefldu fram gríðarlega sterku liði og voru t.d. þrír leikmenn í byrjunarliðinu sem voru jafnframt í byrjunarliði A-landsliðsins í 8-0 sigri á Makedoníu á dögunum. 

Þrátt fyrir 0-5 tap þá sýndu heimastúlkur góða baráttu og létu Blikastúlkur sannarlega hafa fyrir sigrinum. Blikar stjórnuðu leiknum eðlilega lengst af en Keflavík átti þrjú mjög góð færi í leiknum og hefði verið gaman að setja eins og eitt mark á Íslandsmeistarana. 

Það var á köflum mikill hiti í leiknum og á 70. mínútu fékk landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir beint rautt spjald fyrir ljótt hefnibrot á Unu Margréti Einarsdóttur sem þurfti að yfirgefa leikvöllinn í kjölfarið.  Nokkuð sem á ekki að sjást hjá jafn reyndri knattspyrnukonu.

Hér má sjá mörkin úr leiknum ásamt rauða spjaldinu og nokkrum færum Keflvíkinga í leiknum

Leikskýrslan

Hér eru nokkrar myndir úr leiknum sem teknar voru af Sveini Inga Þórarinssyni.