Fréttir

Knattspyrna | 21. mars 2011

Tap gegn KR

Keflavík tapaði gegn KR í Lengjubikarnum á laugardaginn.  Lokatölur urðu 2-3 en leikið var í Reykjaneshöllinni.  Baldur Sigurðsson og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu fyrir gestina í fyrri hálfleik en Guðmundur Steinarsson minnkaði muninn rétt fyrir hlé eftir sendingu frá Magnúsi Þóri.  Guðmundur fékk síðan upplagt tækifæri til að jafna leikinn en markvörður KR-inga varði hins vegar vítaspyrnu hans.  Undir lokin bætti Óskar Örn Hauksson við marki fyrir KR en Guðmundur var ekki hættur og minnkaði muninn aftur í blálokin þegar aukaspyrna hans utan af kanti sigldi yfir teiginn og í fjærhornið.  Lengra komust okkar menn ekki og urðu að sætta sig við 2-3 tap.

KR situr á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Keflavík er í 5.-7. sæti með 4 stig.  Næsti leikur er gegn KA í Reykjaneshöllinni laugardaginn 26. mars kl. 16:00.


Jón Örvar tók þessa mynd af byrjunarliðinu gegn KR.