Fréttir

Knattspyrna | 3. ágúst 2007

Tap gegn KR í Landsbankadeild

KR - Keflavík: 5-0, 27. júlí s.l.

Það er svo sem ekki mikið um þennan leik að segja annað en að KR-stúlkur voru sterkari allan leikinn.  Voru stelpurnar okkar lengstum í miklum vandræðum með að halda bolta innan liðsins og þar sem okkur vantaði leikmenn á borð við Unu Harkin (sem er í landsleikjaferð með N-Írska landsliðinu) og Guðnýju Þórðar (sem á við meiðsli að stríða ) verður erfitt að eiga við sterkt lið KR.  Það helsta sem stóð upp úr hjá okkur var góð frammistaða Jelenu Petrovic í markinu. Greip Jelena oft inn í og varði vel þegar KR liðið pressaði sem mest.  Svo hefðum við viljað fá vítaspyrnu þegar Vesna Smiljkovic komst inn fyrir vörn KR liðsins en var  greinilega brugðið.  Dómaranum fannst ekki við hæfi að bregðast við því á sama hátt og hann brást við þegar hann dæmdi vafasama vítaspyrnu KR í hag.  Mörk KR komu á 6., víti á 29., 49., 54. og 94. mínútu. En svona er boltinn.

Keflavík: Jelena, Anna, Björg Ásta, Justyna (Íris Björk 46.), Donna, Eva (Bryndís 46.), Lilja, Beth, Danka, Björg Magnea, Vesna (Ester 56.)
Varamenn: Dúfa, Rebekka, Sara

ÞÞ


Jelena Petrovic stóð sig vel gegn KR.