Tap gegn toppliðinu
Ekki tókst okkar mönnum að stöðva topplið FH-inga á Keflavíkurvelli í gærkvöldi. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins og var þar að verki Allan Borgvardt strax í upphafi leiks. Okkar menn náðu sér aldrei á strik í leiknum og söknuðu greinilega Stefáns Gíslasonar sem tók út leikbann. Eftir leikinn er Keflavíkurliðið í 6. sæti deildarinnar með 15 stig.
Nú verður nokkurra daga hlé vegna Verslunarmannahelgarinnar en strax að henni lokinni taka við tveir stórleikir gegn Fylkismönnum. Sá fyrri er bikarleikur á Fylkisvelli fimmtudaginn 5. ágúst kl. 18:30. Liðin leika síðan aftur og þá í Landsbankadeildinni; sá leikur verður á Keflavíkurvelli sunnudaginn 8. ágúst kl. 18:00.
(Mynd: Héðinn Eiríksson / Víkurfréttir)