Tap gegn toppliðinu
Keflavík tapaði gegn Fram á útivelli í 1. deild kvenna en liðin mættust á heimavelli Framara í Úlfarsdal. Framliðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni í sumar og hafði nokkra yfirburði í leiknum. Okkar stúlkur börðust vel en vantaði bit í sóknina gegn streku Framliði. Lokatölur urðu 4-0 en mörk heimaliðsins gerðu þær Jóna Ólafsdóttir, Dagmar Ýr Arnardóttir, Rósa Hauksdóttir og Fjóla Sigurðardóttir.
Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti riðilsins með átta stig eftir sex leiki. Fram er langefst með 21 stig. Næsti leikur Keflavíkur er heimaleikur gegn úrvalsdeildarliði Þórs/KA í Borgunarbikarnum. Hann verður á Nettó-vellinum laugardaginn 30. júní kl. 14:00.
-
Þetta var 4. deildarleikur Keflavíkur og Framara. Liðin mættust fyrst árið 1974 og þá vann Fram 6-0. Liðin léku aftur saman í efstu deild árið 1988 og þá vann Keflavík báða leiki liðanna, 4-1 á heimavelli en útileikinn 1-0. Kristín Blöndal gerði þá eina mark leiksins en hún skoraði tvö mörk í heimaleik Keflavíkur og Svandís Gylfadóttir og Anna María Sveinsdóttir gerðu eitt mark hvor.
1. deild kvenna, Fram-völlur, 27. júní 2012
Fram 4 (Jóna Ólafsdóttir 25., Dagmar Ýr Arnardóttir 40., Rósa Hauksdóttir 54., Fjóla Sigurðardóttir 76.)
Keflavík 0
Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 61.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði (Anna Helga Ólafsdóttir 57.), Anna Rún Jóhannsdóttir, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir (Sigríður Sigurðardóttir 42.), Fanney Þórunn Kristinsdóttir, Kristrún Ýr Hólm, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Hafdís Mjöll Pálmadóttir (Hulda Matthíasdóttir 61.).
Varamaður: Sigurrós Eir Guðmundsdóttir.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson.
Aðstoðardómarar: Samir Mesetovic og Ásgrímur Harðarson.
Áhorfendur: 38.
Byrjunarlið Keflavíkur ásamt ungum Framstúlkum.
Fyrirliðinn og afmælisbarnið Karitas.