Fréttir

Knattspyrna | 11. júní 2007

Tap gegn Valsstúlkum

Það má segja að leikurinn á móti Val hafi byrjað vel.  Strax á 6. mínútu náði Keflavík forystu og það var Guðný Petrína Þórðardóttir sem setti boltann í markið hjá Val.  Staðan 0-1 fyrir Keflavík.  Valur náði að jafna metin þegar 11 mínútur voru liðnar af leiknum.  Nokkur færi frá Keflvíkingum fylgdi í kjölfarið og var farið að fara um stuðningsmenn Valsara í stúkunni.  Valur komst síðan yfir á 25. mínútu. Keflavíkurstelpur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þó að Valsarar hafi skorað tvö mörk þá var það gegn gangi leiksins.


Valur sótti stíft í seinni hálfleik en Keflavíkurstelpur áttu sín færi og voru nærri að skora en í stað þess að koma boltanum í netið þá brunuðu Valsstelpur upp og skoruðu.  Leikunum lauk síðan með sigri Vals 4-1.  

 

Lið Keflavíkur: Jelena, Anna, Björg Ásta, Lilja, Donna (Justyna), Karen (Bryndís), Danka, Björg Magnea, Beth (Eva), Vesna, Guðný.
Varamenn: Dúfa, Ester, Helena.


Guðný Petrína Þórðardóttir skoraði sjötta mark sitt í sumar.