Tap heima hjá 3. flokki stúlkna
Á föstudagskvöld lék 3. flokkur kvenna gegn Fylki og var spilað á aðalvelli okkar Keflvíkinga. Fyrri hálfleikur var nánast eign gestanna sem leiddu 2-0 þegar blásið var til hlés. Það má segja að stelpurnar virðast aldrei fara í gang fyrr en þær eru búnar að fá á sig eitt til tvö mörk í leik. Þær voru alls ekki að láta finna fyrir sér heldur létu henda sér til og frá eins og einhverjum brúðum. Samt voru þær að fá færi inn í teig andstæðingana eftir aukaspyrnur sem komu inn í teig, en þá vantar alla grimmd og áræðni í að fara í boltann og setja hann í markið. Seinni hálfleikur var mun skárri hvað þetta varðaði og stelpurnar fóru að láta finna meira fyrir sér, við þetta fóru gestirnir að pirrast og allt gat gerst. Okkar stelpur voru meira með boltann og voru að skapa sér færi en framherjarnir fengu litla hjálp frá meðspilurum, voru yfirleitt ein og tvær á móti 4-5 varnarmönnum og fyrir bragðið runnu þessi færi okkar út í sandinn. Keflavíkurstelpur fóru nú að reyna að færa sig framar á völlinn og voru að byggja upp sókn þegar boltinn tapaðist illilega á miðjunni og gestirnir brunuðu upp og skoruðu 3-0. Stuttu seinn var blásið til loka leiksins.
3. flokkur kvenna, 11 manna lið:
Keflavík - Fylkir: 0 - 3
Stúlka leiksins: Helga Maren Hauksdóttir
Elís Kristjánsson þjálfari skrifar