Tap hjá 2. flokki
Lið Keflavíkur/Njarðvíkur í 2. flokki tapaði fyrsta heimaleik sínum í sumar en liðið tók á móti Leikni á Njarðvíkurvelli á miðvikudaginn. Staðan í hálfleik var markalaus en Leiknir komst yfir fljótlega eftir hlé, Davíð Örn Hallgrímsson jafnaði leikinn en gestirnir skoruðu síðan tvö mörk undir lokin og sigruðu 3-1. Næsti leikur flokksins er næsta mánudag í bikarnum en þá leikur liðið gegn Víkingi á heimavelli og byrjar sá leikur kl. 20:00.