Fréttir

Knattspyrna | 6. júní 2007

Tap hjá 2. flokki

Þetta fer ekki alveg eftir bókinni varðandi 2. flokk karla þessa dagana.  Í gær tókum við á móti nágrönnum okkar Grindavík/Reyni.  Eins og fólk veit þá var varla hundi út sigandi og mikill vindur stóð á annað markið.  Leikurinn var í jafnræði í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 1-1.  Magnús Þórir skoraði okkar mark eftir að andstæðingarnir komust 1-0 yfir.  Síðari hálfleikinn áttum við algjörlega en hinir skoruðu eina markið og unnu 1-2.  Það voru margir góðir punktar í liðinu í gær en leiðinlegt hvað nokkrir leikmanna okkar láta allt og ekkert fara í taugarnar á sér.  Það eitt að fá spjald fyrir röfl er varla fyrirgefanlegt.  Spilamennska liðsins var nokkuð góð þegar allt kemur til alls en okkur vantar að klára færin en í gær gekk það alls ekki.  Næsti leikur er gegn KA hér heima en í þeim leik verður Viktor G. í banni vegna brottvísunar í gær en hann fékk tvö gul spjöld.

Einar A.

Mynd: Magnús Þórir Matthíasson skoraði mark Keflavíkur.