Tap hjá 2. flokki í hörkuleik
Í kvöld lék 2. flokkur kvenna lék við GRV í Faxaflóamótinu og beið lægri hlut 4-6. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Keflavíkurliðið því eftir 15 mínútna leik var GRV komið í 0-3. Var Keflavíkurliðið stærstan hluta hálfleiksins að jafna sig eftir þessa byrjun en undir lok hálfleiksins var liðið að ná sér upp. Seinni hálfleikur átti eftir að vera æsispennandi. Keflavík náði að jafna leikinn og voru þar að verki Fanney Kristinsdóttir, Andrea Frímansdóttir og Birna Aðalsteinsdóttir. Staðan 3-3 og Keflavíkurliðið búið að vinna sig inn í leikinn á ný. GRV bætti við fjórða markinu en Eva Kristinsdóttir jafnaði leikinn, 4-4. Undir lok leiksins var farin að færast þreyta í liðið og GRV náði að setja tvö mörk síðustu mínúturnar. Anna Jóhannsdóttir, sem er farin að leika sem útileikmaður með meistaraflokki og lék t.d. á móti Fylki í sigurleiknum í gær, var sett í markið og varði m.a. vítaspyrnu. Góður leikur og ágæt úrslit miðað við gang leiksins í fyrri hálfleik. Liðið er á góðri braut og vantaði m.a. tvo leikmenn sem spiluðu ekki með í kvöld vegna þess að þær spiluðu með meistarflokki í gær en það voru þær Karen Sævarsdóttir og Justyna Wroblewska.
|
|
|
|


Birna Aðalsteinsdóttir Eva Kristinsdóttir
ÞÞ