Fréttir

Knattspyrna | 29. júlí 2003

Tap hjá 3. flokknum

3. flokkur lék gegn Haukum í gærkvöldi og var leikið á Ásvöllum.  Keflavíkurstelpur voru einfaldlega ekki með á nótunum í fyrri hálfleik og báru of mikla virðingu fyrir Haukastúlkum sem höfðu 3-0 forystu í hálfleik.  Eftir smáspjall í hléinu komu stelpurnar vel stemmdar til leiks og fóru að koma framar á völlinn og eins að taka á heimamönnum.  Þær sýndu að þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi.  En það þarf að byrja á þessu strax í byrjun leiks en ekki þegar að það er of seint og á brattann að sækja. Sem sagt, meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og við sköpuðum okkur fleiri færi en heimamenn.  Loks kom að því að við skoruðum og var Karen þar að verki eftir góða stungusendingu frá Evu, 3-1.  Er líða fór á leikinn færðum við okkur enn framar á völlinn í þeirri von að jafna leikinn en misstum þær tvisvar inn fyrir okkur og þær skora tvö mörk.  Lauk þessari viðureign með sigri heimamanna 5-1.

3. flokkur kvenna, 11 manna lið:
Haukar - Keflavík: 5 - 1 (Karen Sævarsdóttir)

Ekki er hægt að velja stúlku leiksins.


Elís Kristjánsson þjálfari skrifar