Fréttir

Knattspyrna | 11. júlí 2003

Tap hjá stelpunum

3. flokkur kvenna spilaði í gærkvöldi gegn Grindavík í 11 manna liðum og var leikurinn háður að Iðavöllum.  Stelpurnar mættu firnasterku liði gestanna sem réðu gangi leiksins en þó áttum við okkar tækifæri í leiknum.  Staðan í hálfleik var 0-2 gestunum í vil en þá hafði dómari leiksinns tekið af okkur mark; Guðbjörg átti skot á markið og markvörður Grindavíkur sló knöttinn upp í þaknetið en dómarinn taldi að knötturinn hafi aldrei farið inn.  Í seinni hálfleik bættu gestirnir við tveimur mörkum og lokastaðan því 0-4.  Ég vil aðeins koma inn á dómgæsluna í sumar sem hefur þó verið góð.  En oftar en ekki virðist mér að þeir sem dæma leikina séu að passa sig svo mikið á að vera ekki stimplaðir heimadómarar að það kemur niður á heimaliðinu.  Í þessum leik eru Grindvíkingar t.d. mun stærri og líkamlega sterkari; við fáum tvær aukaspyrnur í leiknum á móti átta hjá Grindavík, horft var framhjá tveggjafóta tæklingu á varnarmann okkar sem réttlætti rautt spjald.  Hins vegar var strangt tekið á röngum innköstum sem verður að teljast skondið.  Ég er ekki að kenna dómgæslunni um tapið í þessum leik, við mættum einfaldlega betra liði í kvöld sem átti sigurinn fyllilega skilið.  En rétt er rétt hvernig sem á það er litið.

3. flokkur kvenna, 11 manna lið:
Keflavík - Grindavík: 0 - 4

Stúlka leiksins: Guðrún Gunnarsdóttir.

Elís Kristjánsson, þjálfari