Fréttir

Tap í bikarnum
Knattspyrna | 19. maí 2013

Tap í bikarnum

Stelpurnar okkar eru úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið eftir tap gegn Grindavík í 1. umferðinni.  Lokatölur urðu 1-3 á Grindavíkurvelli eftir að heimastúlkur höfðu leitt með tveimur mörkum í hálfleik.  Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Rebekka Þórisdóttir skoruðu fyrir Grindavík í fyrri hálfleiknum og Ágústa Jóna Heiðdal bætti þriðja markinu við um miðjan seinni hálfleik.  Það var svo Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir sem minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.  Okkar stúlkur stóðu sig með prýði en urðu að sætta sig við tap gegn öflugra og ekki síst reynslumeira liði.  Þess má geta að meðalaldur byrjunarliðs Keflavíkur í leiknum var 18,3 ár og þar var elsti leikmaðurinn 22 ára en sá yngsti 14 ára.

Næsti leikur hjá stelpunum er fyrsti leikurinn í 1. deildinni en hann verður gegn Fjölni á Nettó-vellinum fimmtudaginn 23. maí kl. 20:00.