Tap í fyrsta leiknum í Lengjubikarnum
Keflavík tapaði fyrsta leiknum í Lengjubikarnum þetta árið þegar Víkingar unnu 4-2 í Egilshöllinni. Guðmundur Steinarsson kom Keflavík yfir með marki úr víti í byrjun leiks og þannig var staðan í hálfleik. Viktor Jónsson, Hjörtur Hjartarson og Helgi Sigurðsson komu Víkingum í 3-1 í seinni hálfleik. Daníel Gylfason minnkaði muninn undir lokin en Viktor tryggði Víkingum sigurinn á lokamínútunni með sínu öðru marki. Keflavík tefldi fram ungu liði í leiknum og meirihluti hópsins lék með 2. flokki í fyrra.
Næsti leikur er gegn Stjörnunni en sá leikur verður í Reykjaneshöllinni laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00.