Tap í Garðabænum
Meistaraflokkur kvenna lék við lið Stjörnunnar s.l. miðvikudag í Landsbankadeild kvenna. Leiknum lauk með sigri Stjörnunnar 3-1. Leikur Keflavíkurliðsins var mjög köflóttur í það minnsta. Fyrsta hálftíma leiksins var Keflavík með öll völd á vellinum og náðu að setja mark á 11. mínútu og var það Nína Ósk Kristinsdóttir að setja sitt 5. mark í Landsbankdeildinni í ár. Þegar nær dró hálfleik fjaraði leikur Keflavíkur út og áttu þær í mesta basli með baráttuglaðar Stjörnustelpur.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri hafði endað, Stjarnan ákveðnari og meira með boltann. Á 51. mínútu skoraði Inga Birna Friðjónsdóttir og jafnaði leikinn. Síðan settu Stjörnustelpur tvö mörk áður en leik lauk. Fyrst á 68. mínútu en þar var Björk Gunnarsdóttir að verki og síðan skoraði Inga Birna sitt annað mark.
Það verður að segjast eins og er að leikur Keflavíkur olli vonbrigðum eftir fínan leik við KR í fjórðu umferð. En eitt er víst að liðið verður að líta á leik sinn og bæta það sem miður fór.
Næsti leikur Keflavíkur verður gegn FH n.k. miðvikudag14.júní kl.16:15 á Keflavíkurvelli.
Lið Keflavíkur: Þóra Reyn, Inga Lára, Linda, Donna (Elísabet Ester 83.), Ólöf Helga (Karen Sævars 70.), Guðný Petrína, Lilja Íris, Karen Penglase, Danka (Eva 83,), Nína Ósk og Vesna.
Varamenn: Anna Rún, Karen Sævars, Birna Marín, Eva, Elísabet Ester, Karen Herjólfs og Sonja Ósk
Mynd: Guðný Petrína stóð í ströngu á móti Stjörnunni
ÞÞ