Tap í Hafnarfirði
Keflavík tapaði fyrir FH þegar liðin mættust í 2. umferð Pepsi-deildarinnar en leikið var á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Lokatölur urðu 2-0 en fyrst markið kom reyndar ekki fyrr en á 70. mínútu. Það gerði Atli Viðar Björnsson og nokkrum mínútum síðar bætti Steven Lennon öðru marki við.
Næsti leikur er gegn Breiðablik á Nettó-vellinum sunnudaginn 17. maí kl. 20:00.
-
Þetta var 51. leikur Keflavíkur og FH í efstu deild. FH hefur nú unnið 25 leiki og Keflavík 10 en 16 leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 62-88 fyrir FH.
-
Haraldur Freyr Guðmundsson lék sinn 150. leik fyrir Keflavík í efstu deild en sá fyrst kom gegn Breiðabliki árið 1999. Haraldur hefur einnig leikið 18 leiki í næstefstu deild, 26 bikarleiki og 71 leik í deildarbikarnum. Hann er því kominn með 265 leiki fyrir Keflavík fyrir utan æfingaleiki.
-
Unnar Már Unnarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Leonard Sigurðsson léku allir sinn fyrsta leik í deildinni í sumar. Unnar var í byrjunarliðinu en Hólmar Örn og Leonard komu inn á sem varamenn.
-
Hólmar Örn lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Keflavík frá árinu 2010 en síðan hafði hann einmitt leikið með FH.
-
Keflavík vann síðast útileik gegn FH í efstu deild árið 1980 en nú hafa liðin leikið þar 21 leik án þess að okkar lið hafi náð að sigra. Sex leikjanna hefur lokið með jafntefli en FH unnið 15 leiki.
- Keflavík vann FH síðast í efstu deild árið 2009 en þá skoraði Hólmar Örn einmitt sigurmarkið. Síðan hafa liðin leikið 12 leiki í deildinni án Keflavíkursigurs.
Myndir: Jón Örvar Arason