Fréttir

Tap í lokaleik sumarsins
Knattspyrna | 2. október 2012

Tap í lokaleik sumarsins

Það var ekki mikill kraftur í leik okkar manna þegar þeir heimsóttu KR-inga í 22. og síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.  KR vann öruggan 3-0 sigur í Vesturbænum þrátt fyrir að leika manni færri hálfan leikinn.  Heimamenn komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins með sjálfsmarki okkar manna og undir lok fyrri hálfleiks var einum KR-ingi vísað af velli.  KR bætti hins vegar við tveimur mörkum í seinni hálfleik, Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði í byrjun hans og Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði aftur á 57. mínútu.

Keflavík lauk keppni í 9. sæti deildarinnar með 27 stig.  Síðasta sumar hafnaði liði einu sæti ofar en fékk þremur stigum minna en liðið varð þá í 8. sæti með 24 stig.

  • Leikurinn var 93. leikur Keflavíkur og KR í efstu deild.  Bæði lið hafa nú unnið 32 leiki en 29 hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 128-143 fyrir KR.

  • Keflavík tapaði aðeins öðrum af síðustu tíu útileikjum gegn KR í efstu deild.  KR vann 4-1 árið 2009 en annars hafði Keflavík unnið tvo leiki og sex lokið með jafntefli síðan árið 2002.
      
  • Magnús Þór Magnússon skoraði sitt annað sjálfsmark í sumar.  Hann er annar leikmaður Keflavíkur sem afrekar að skora tvö sjálfsmörk á sama keppnistímabilinu í efstu deild.  Kenneth Gustafsson gerði það einnig árið 2008 og seinna sjálfsmark hans kom einmitt gegn KR í Vesturbænum.
     
  • Magnús Þorsteinsson lék sinn 200. deildarleik fyrir Keflavík.  Magnús hefur nú leikið 182 leiki fyrir félagið í efstu deild og er orðinn þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.  Hann hefur skorað 26 mörk í þessum leikjum í efstu deild en Magnús hefur einnig leikið 18 leiki í næstefstu deild og skorað í þeim 12 mörk.

Myndin með fréttinni er fengin að láni af vef KR.
 

Pepsi-deild karla, KR-völlur, 29. september 2012
KR 3 (Sjálfsmark 1., Guðmundur Reynir Gunnarsson 48., Þorsteinn Már Ragnarsson 57.)
Keflavík 0

Keflavík: Ómar Jóhannsson,  Viktor Smári Hafsteinsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson 67.), Jóhann R. Benediktsson, Magnús Þór Magnússon, Rafn Markús Vilbergsson, Bojan Stefán Ljubicic (Denis Selimovic 80.), Jóhann Birnir Guðmundsson, Einar Orri Einarsson, Frans Elvarsson, Hörður Sveinsson, Guðmundur Steinarsson (Hilmar Geir Eiðsson 80.)
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Elías Már Ómarsson, Daníel Gylfason, Eyþór Ingi Einarsson.
Gul spjöld: Magnús Þór Magnússon (85.), Einar Orri Einarsson (88.), Jóhann R. Benediktsson (90.).

Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson.
Varadómari: Þórður Már Gylfason.
Eftirlitsdómari: Jón Þór Ágústsson.