Tap í lokaleiknum
Keflavík tapaði síðasta leik sínum í Landsbankadeildinni á ár fyrir Breiðablik í Kópavogi. Lokatölur 2-1 sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Það var greinilegt frá byrjun að það var meira undir hjá Breiðablik í þessum leik. Breiðablik þurfti að sigra til að forðast fall og Keflavík voru fastir í fjórða sætinu. Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson voru ekki í leikmannahópi Keflavíkur og munar um minna. Staðan í hálfleik var 2-0 og Breiðablik var betri aðilinn í leiknum. Símun Samuelsen minnkaði muninn fyrir Keflavík þegar lítið var eftir með skalla sem hafði viðkomu í varnarmanni heimaliðsins. Keflavík náði því ekki að vinna útileik í deildinni, töpuðu 5 leikjum og gerðu 4 jafntefli.
Keflavík endaði í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og kræktu sér um leið í Evrópusæti.
Keflvíkingar verða því að taka sig saman í andlitinu fyrir bikarúrslitin næstu helgi og ljóst að Kristján þjálfari mun nota þessa viku vel til að undirbúa liðið eins og best verður á kosið.
Kópavogsvöllur, 23. september - Landsbankadeildin
Breiðablik 2 (Magnús Páll Gunnarsson 17., Arnar Grétarsson víti 30.)
Keflavík 1 (Sjálfsmark 87.)
Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete (Ragnar Magnússon 57.), Kenneth Gustavsson, Branko Milicevic - Símun Samuelsen, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hallgrímur Jónasson (Einar Orri Einarsson 33.) - Stefán Örn Arnarson, Magnús Þorsteinsson (Ólafur Jón Jónsson 68.)
Varamenn: Magnús Þormar, Benedikt Birkir Hauksson, Garðar Eðvaldsson, Bjarki Þór Frímannsson
Gul spjöld: Guðmundur Mete (10.), Einar Orri Einarsson (52.), Símun Samuelsen (58.)
Dómari: Kristinn Jakobsson
Aðstoðardómarar: Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Varadómari: Leiknir Ágústsson
Eftirlitsmaður: Þorvarður Björnsson
Áhorfendur: 987
Blikar voru sterkari og ákveðnari í leiknum.
(Mynd: Hans Guðmundsson / Víkurfréttir)